Leikrit á íslensku
Leikrit á íslensku
Ljúfa Lilja er myndband sem Sella hannaði um skáldað líf Lilju frá æsku á Eyrarbakka til 15. sept. 1944 þegar hún er í heimsókn á Eyrarbakka, en þá er Ölfusárbrú fallin. Sella samdi íslenskan texta við lagið Lili Marlene sem Gerður Eðvarsdóttir söng.
Bíltúrinn er gamanleikur sem fjallar um ferð Lilju frá Eyrarbakka til Selfoss þar sem hún er farþegi í bíl með tveimur Eyrbekkingum. Leikarar: Álfrún Auður Bjarnadóttir, Birkir Örvarsson og Sigurbjörn Björnsson. Hulda Ólafsdóttir leikstýrði.
Myndbandið og leikurinn voru hluti af sýningunni Einu sinni á Eyrarbakka, sem sýnd var í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka þ. 9. 16. 17. 21. 23. og 24. mars 2024..
Heimsókn í Herdísarvík
fjallar um síðustu ár skáldsins Einars Benediktssonar er hann dvaldi einangraður á afskekkta býlinu Herdísarvík með ráðskonu sinni, Hlín Johnson þar sem fáir en eftirminnilegir menn komu í heimsókn. Leiklestur á Heimsókn í Herdísarvík fór fram í Þjóðleikhúskjallaranum þann 28. jan. 2020.Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Lýsing: Páll Ragnarsson... Leikarar: Arnar Jónsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Jón Magnús Arnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Kjartan Darri KjartanssonKvennaráð
fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.Leikstjóri: Sveinn Einarsson, Höfundur: Sella Páls, Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy NgoBúninga og sviðshönnuður: Helga BjörnssonLeiklesturinn var styrktur af Reykjavíkurborg.Leikhúslistakonur 50+ stóðu fyrir uppsetningunni.Allt í Plús
fjallar um óvenjulegt stefnumót milli manns og áfengisráðgjafa sem kynntust fyrir ári þegar maðurinn var í meðferð. Hugmynd mannsins um konuna reynist ekki á rökum reist, samskipti þeirra leiða ýmislegt í ljós og endir stefnumótsins kemur á óvart.Fyrirgefningin
Á dánarbeðinu ætlast eiginmaðurinn til þess að konan sem ætíð hefur verið honum svo góð fyrirgefi sér. En þegar hún kemst að því hvað það er sem hún á að fyrirgefa er það ekki sjálfgefið.Ráðabruggið
fjallar um aldraða konu, sem gabbar son sinn til sín, en tilgangurinn er annar en sá sem sýnist. Leikfélagið Snúður og Snælda sviðsettu í Iðnó og víðar árið 2013.Ljósir lokkar
fjallar um tveggja barna móður, eiginkona skipstjóra sem á í samskipta örðugleikum við fjölskyldu sína vegna leyndarmáls og neyslu róandi lyfja. Eftir heimsókn afans fer allt að breytast. Sviðsettur leiklestur fór fram í Þjóðleikhúsinu í kringum 1997. Leikarar voru meðal annarra. Guðrún Gísladóttir Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Edda Arnljótsdóttir. Leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson.